Listahátíð barna haldin í 11. sinn
Listahátíð barna, hið einstaka samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 6 grunnskóla bæjarins, allra 10 leikskólanna og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður haldin hátíðleg í 11. sinn nú í maí.
Markmið hátíðarinnar er að gera list- og verkgreinum hærra undir höfði, ýta undir skapandi hugsun og skapa vettvang til að sýna allt það frábæra starf sem unnið er í skólum bæjarins.
Hátíðin er þrískipt:
Myndlistarsýningar í Duus Safnahúsum
Duus Safnahús verða undirlögð undir myndlist frá öllum skólunum.
Í Listasal sýning leikskólanna Tröllin og fjöllin Formleg opnun 4. maí kl. 10:30
Í Gryfju sýning grunnskólanna Brot af því besta Formleg opnun 4. maí kl. 12:30
Í Stofu sýning listnámsbrautar FS Form og litir Formleg opnun 4. maí kl. 14:00
Allir velkomnir. Sýningarnar standa til 22. maí, opið alla daga frá 12-17 og frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna.
Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa - föstudaginn 6. maí kl. 10:00
Á Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa verður mikið um dýrðir. Þar er sýnt úrval glæsilegra árshátíðaratriða frá öllum 6 grunnskólum bæjarins auk atriða frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólunum Bryn Ballett Akedemíunni og DansKompaní. Þarna fá nemendur tækifæri til að sýna í alvöru sýningarhúsi með lýsingu og hljóði eins og best gerist.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Frábær fjölskyldudagur - laugardaginn 7. maí
Fjölskyldujóga Bókasafn Reykjanesbæjar Kl. 11:00
Fjóla Tröllastelpa á ferð Duus Safnahús og víðar Kl. 12:00 – 14:00
Brass-samspil frá TR Bátasalur Duus Safnahús Kl. 13:00
Leikhópurinn Lotta; Bárður og Gilitrutt, Bíósalur Duus Kl. 14:00
Listasmiðjur laugardag frá kl. 12:00 – 16:00
Tröllasmiðja Svarta pakkhús
Múffusmiðja Kökulistar Kaffi Duus
Andlitsmálunarsmiðja Stofan – Duus Safnahús Skráning!*
Þrykksmiðja Gamla búð (á móti Duus)
Brúðugerð Frumleikhús **
*Skráning í Duus Safnahúsum frá fimmtudeginum 5. maí eða á staðnum
** Hafið meðferðis gamlan sokk að heiman
Nánari upplýsingar um dagskrá og smiðjur á www.listasafn.reykjanesbaer.is og á facebook Reykjanesbær.