9. október 2013

Líf og fjör í útivistarviku

Dagana 30.-4. október var útivistarvika í Heiðarskóla. Á mánudegi og þriðjudegi reyndu nemendur í öllum árgöngum fyrir sér í víðavangshlaupi. Nemendur hlupu ýmist 1.1, 2.2 eða 3.3 kílómetra á útivistarsvæðinu fyrir ofan Heiðarból. Á miðvikudeginum gengu allir nemendur skólans, mislangar vegalengdir eftir aldursstigi, meðfram strandlengjunni að skólanum. 1.-4. bekkur gekk frá Hótel Keflavík, 5.-8. bekkur gekk frá Njarðvíkurhöfn og 9.-10. bekkur gekk frá Fitjum. Á fimmtudeginum fóru flestir kennarar með nemendur sína út í leiki og skemmtu þeir sér m.a. í ratleikjum og ýmsum boltaleikjum. Veðrið var ljómandi gott þessa dagana og allt gekk vel fyrir sig. Verðlaunaafhending fyrir árangur í víðavangshlaupinu frestaðist frá föstudegi til þriðjudagsins síðasta. 1. og 2. bekkir fengu bekkjarviðurkenningu fyrri dugnað nemenda í hlaupinu. Viðurkenningar voru veittar nemendum í 3.-6. bekk á sal skólans en nemendur í 7.-10 bekk söfnuðust saman í íþróttasal þar sem farandbikarinn fyrir ofurhlaupið (3.3. km) var afhentur. Í ár var Ingi Þór Ólafsson í 9.EP ofurhlaupari Heiðarskóla. Myndir af þessum viðburðum má sjá í myndasafni.

 

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan