5. júní 2013

Líf og fjör á Heiðarleikum!

Í gær fóru hinir árlegu Heiðarleikar fram. Vegna veðurs voru þeir færðir inn í skóla en alla jafna fara þeir fram á skólalóðinni. Leikarnir fóru vel fram og var ekki annað að sjá en að nemendur, háir sem lágir, skemmtu sér vel. Á yngsta stigi sigraði 3. SG, á miðstigi voru nemendur í 7.FÓ hlutskarpastir og á unglingastigi vann 10.BJ. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

 

 

 

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan