4. febrúar 2014

Lið Heiðarskóla sigraði í Gettu enn betur!

 

Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, var haldin mánudagskvöldið 3. febrúar í Myllubakkaskóla. Lið Heiðarskóla tók þátt og var liðið skipað þeim Fannari Gíslasyni, Þorbergi Jónssyni og Brynjari Steini Haraldssyni sem jafnframt var  fyrirliði.
Ásamt Heiðarskóla sendu Akurskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli lið til keppninnar. Lið Heiðarskóla dróst gegn Akurskóla í fyrstu umferð og í hinni viðureigninni áttust við Njarðvíkurskóli og Holtaskóli. Myllubakkaskóli sat hjá í fyrstu umferð sem ríkjandi meistarar. Lið Heiðarskóla sigraði í sinni viðureign með nokkrum yfirburðum og sem stigahærra sigurliðið fór það beint í úrslit. Njarðvíkurskóli, sem sigraði Holtaskóla, atti kappi við ríkjandi meistara úr Myllubakkaskóla. Fóru leikar þar á þann veg að Njarðvíkurskóli sigraði og mætti Heiðarskóla í úrslitum. Eftir jafna og skemmtilega úrslitaviðreign stóð Heiðarskóli uppi sem sigurvegari í Gettu enn betur 2014. 
Stóðu liðsmenn sig með glæsibrag og eru vel að sigrinum komnir.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan