6. desember 2018

Lestrarsprettur og lukkupottur

Dagana 19. - 30. nóvember fór fram lestrarsprettur í Heiðarskóla. Fyrir hverjar 30 mínútur sem nemendur lásu  í yndis- og heimalestri settu þeir laufblöð á lestrartré sem fest hafði verið í vegginn í matsal. Fyrir sama fjölda mínútna gátu þeir skilað inn lestrarlukkumiðum sem dregið var úr fyrr í vikunni. Dregið var úr potti hvers aldursstigs og úr þeim komu nöfn þriggja drengja. Á yngsta stigi var sá heppni Julian Jarnutowski, á miðstigi Rúnar Máni og á því elsta Granit Hebibi. Í lestrarlukkuvinning voru tveir bíómiðar og bók að eigin vali í Pennanum/Eymundsson hér í bæ og voru drengirnir að vonum glaðir.

Svo mikill var lestrarmetnaðurinn hjá nemendum að ekki sést svo mikið sem í grein á lestrartrénu góða í salnum. Foreldrar eru eindregið hvattir til að vekja athygli barna sinna á nýútkomnum bókum. Í Krakkafréttum má til að mynda fylgjast með skemmtilegri bókaumfjöllun. 

     

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan