14. nóvember 2016

Lestrarsprettur hefst á miðvikudaginn

Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, hefst lestrarsprettur í Heiðarskóla en þá safna nemendur bókstöfum fyrir ákveðinn mínútufjölda sem lesinn er.  Nemendur á yngsta- og miðstigi fá einn bókstaf fyrir hverjar 15 mínútur sem þeir lesa og nemendur á unglingastigi fá einn bókstaf fyrir klukkutíma lestur. 

Bækur verða festar á veggi á gula, rauða og bláa gangi, ein á  hvern gang og verða starfirnir festir á og í kringum þær.

Lestur er bestur!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan