Lestrarfræðsla fyrir foreldra 1. bekkinga
Mánudaginn 14. október verða þær Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og Guðbjörg Rut Þórisdóttir sérkennari með lestrarfræðslu fyrir foreldra barna í 1. bekk á sal skólans kl. 17.00-18.15. Fundurinn er til hvatningar og fróðleiks fyrir foreldra um mikilvægi lesturs og hvernig hjálpa megi börnunum við heimalesturinn. Við teljum afar brýnt að a.m.k. einn fulltrúi frá hverju barni í 1. bekk mæti á þennan fræðslufund.