27. maí 2019

Leikjavinum umbunað fyrir góð störf

Nemendur í 7. bekk hafa verið leikjavinir í frímínútum í allan vetur. Leikjavinir vinna saman í 4 - 6 manna hópum og hafa það hlutverk að stýra ýmsum skemmtilegum leikjum í frímínútum, þrisvar sinnum í viku og mega allir vera með. Krakkarnir hafa staðið sig ákaflega vel, sýnt ábyrgð og verið áhugasamir, jákvæðir og góðar fyrirmyndir fyrir yngri nemendur skólans.

Um áramót var leikjavinunum umbunað fyrir vinnu sína á haustönninni og í síðustu viku fengu þeir umbun fyrir vinnuna á vorönninni. Var þeim boðið á bíósýningu í Sambíóunum á Hafnargötu og Nettó bauð þeim upp á popp og ávaxtasafa.

Við erum krökkunum í 7. bekk afar þakklát fyrir framlag þeirra á þessu ári og eiga þau mikið hrós skilið fyrir sína góðu vinnu. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan