12. september 2014

Leikjavinir

Í þessari viku fórum við af stað með verkefni sem við köllum Leikjavinir. Það gengur út á að 5-6 nemendur í 10. bekk stjórna leikjum í frímínútunum sem hefjast kl. 9.30, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Í hverri viku er um tvo leiki að velja en í þessari viku voru Kötturinn og músin og körfuboltaASNI í boði. Markmiðin með þessu verkefni eru fyrst og fremst þau að skapa aðstæður þar sem allir áhugasamir geta tekið þátt í skipulögðum leikjum og að skapa stemningu og vonandi hefð fyrir því að nemendur leiki sér saman í skemmtilegum leikjum. Það er gaman að segja frá því að verkefnið fór virkilega vel af stað í þessari fyrstu viku og verður gaman að fylgjast með þróun þess á komandi vikum og mánuðum.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan