23. janúar 2015

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson heimsótti 3. bekk

Í dag föstudag kom Logi Gunnarsson landsliðsmaður í körfubolta í heimsókn til okkar 3. bekk. Hann sagði frá sjálfum sér. Logi lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að setja sér markmið og vera duglegur í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur því þannig næst árangur. Lagði hann sérstaka áherslu á mikilvægi lesturs og las söguna Gilitrutt fyrir börnin. Að lokum fengu allir eiginhandaráritun og bekkjarmynd með honum sem við munum hengja upp í stofunni við fyrsta tækifæri.
 
Kennarar og nemendur í 3. bekk
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan