22. september 2016

Kynningarbæklingur Fjörheima

Kæru foreldrar/ forráðamenn nemenda í 8. -10. bekk.

Slóðin hér að neðan er á kynningarbækling félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima sem staðsett er á Hafnargötu 88. Félagsmiðstöðin er fyrir nemendur í 8. -10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Margt áhugavert er í boði s.s. stelpuklúbbur, strákaklúbbur og margt fleira.

Mikilvægi tómstunda er gríðarlegt, ekki síst í ljósi aukinnar kyrrsetu barna og unglinga sem m.a. er rakin til aukinnar snjalltækjanotkunar.

Vinsamlega kynnið bæklinginn fyrir unglingum ykkar.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Óskarsson umsjónarmaður Fjörheima á netfangið fjorheimar@fjorheimar.is eða í síma 421-8890


http://issuu.com/davidoskars/docs/fjorheimar2016/1
 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan