27. nóvember 2017

Kynning á nýjum áherslum í námsmati

Á skólasetningu í ágúst kom fram að á skólaárinu verða breytingar gerðar á námsmati á mið- og yngsta stigi eins og gert hefur verið undanfarin ár á unglingastigi. Eru þessar breytingar í takt við áherslur aðalnámskrárinnar sem kom út í heild sinni árið 2013. Hún kveður á um töluverðar breytingar á kennslu- og námsháttum sem tekur nokkur ár að innleiða og þróa. 

Við höfum útbúið rafræna kynningu fyrir ykkur en í henni koma fram grunnþættirnir í nýja námsmatinu. Foreldrar yngstu barnanna verða eflaust minnst varir við breytingarnar en eftir því sem þau eldast verður námsmatið viðameira og fleiri upplýsingar um það munu skila sér inn á Mentor. Foreldrar í 9. og 10. bekk hafa kynnst námsmatsviðmótinu í Mentor og hafa nokkra innsýn inn í hvernig námsmatinu er nú háttað. Hvar sem ykkar barn er statt á grunnskólagöngu sinni bið ég ykkur um að gefa ykkur tæpar 12 mínútur til þess að spila þessa kynningu. Í samtölum um námsmat munum við, kennarar og stjórnendur, gera ráð fyrir að þið hafið kynnt ykkur þessar upplýsingar.

Kynninguna má sjá hér

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan