23. október 2025

Kvennafrídagurinn

Samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar hafa boðað til samstöðudags föstudaginn 24. október undir yfirskriftinni "Kvennaverkfall 2025". Reykjanesbær, eins og önnur sveitarfélög, hefur fengið hvatningu um að koma til móts við konur og kvár og skapa eftir bestu getu aðstæður á vinnustöðum til að þau geti tekið þátt í skipulagðri dagskrá dagsins.
Hér í Heiðarskóla eru margar konur sem ætla að taka þátt í hátíðarhöldunum. Við þurfum því að breyta skólastarfinu okkar þennan dag með eftirfarandi hætti.

Hjá 1. - 4. bekk verður venjulegur skóladagur samkvæmt stundarskrá.
Hjá 5. - 10. bekk fellur kennsla niður frá kl. 11.10 og lýkur skóla hjá þeim þá.
Frístund er einungis í boði fyrir 1. - 2. bekk þennan dag

Athugið að þetta gæri breyst og þá látum við vita eins fljótt og við getum.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus