23. maí 2024

Krakkakosningar

Krakkakosningar fóru fram í gær hjá okkur í Heiðarskóla þar sem nemendum gafst kostur á að kjósa sinn forseta. Nemendur höfðu undirbúið sig vel með kennurum sínum og horft á kynningarmyndbönd af frambjóðendum.  Flestir nemendur vissu nákvæmlega hvað þeir ætluðu að kjósa þegar þeir mættu. Nemendur í nemendaráði ásamt deildarstjóra höfðu yfirumsjón með kosningu og talningu atkvæða. Virkilega skemmtilegur dagur hjá okkur.  Það tóku 382 nemendur þátt af 447 sem gerir 85% þátttöku. Jón Gnarr sigraði með 105 atkvæði og Arnar Þór varð í öðru sæti með 101 atkvæði svo dreifðust hin atkvæðin nokkuð jafnt á milli frambjóðenda.  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan