23. apríl 2021

Komdu út að plokka

Plokkarar

Þessar vösku stelpur í 3. SÝJ, Árdís Eva og Valgerður Ósk, sýndu heldur betur fordæmi þegar þær tóku það upp hjá sjálfum sér að biðja um poka og hanska til þess að tína rusl af skólalóðinni í báðum frímínútum s.l. miðvikudag. Þær tíndu einnig rusl á skólalóðinni í morgun og voru svekktar með að fara ekki út í hádeginu vegna gasmengunar. Þær hvetja samnemendur sína í Heiðarskóla eindregið til að vera duglega við að tína rusl af skólalóðinni.

Við viljum hvetja ykkur öll til að taka þátt í Stóra Plokkdeginum sem fer fram laugardaginn 24. apríl. Förum fram með góðu fordæmi eins og þessir vösku plokkarar á myndinni!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan