11. október 2016

Kennslubækur í heimlisfræði eftir Ólöfu okkar Jónsdóttur

 

Menntamálastofnun hefur nú gefið út tvær af þremur kennslubókum í heimilisfræði eftir hana Ólöfu okkar heimilisfræðikennara. Bækurnar samdi hún ásamt Jóhönnu Höskuldsdóttur og eru þær fagurlega myndskreyttar af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bækurnar þrjár eru ætlaðar nemendum á yngsta stigi en í þeim eru einfaldar uppskriftir í bland við fróðleik um heilbrigða lífshætti, neysluvenjur og umhverfisvernd. Ólöfu óskum við innilega til hamingju með vel unnið verk. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan