Jólasmásögukeppni
Í aðdraganda jóla var haldin jólasmásögukeppni í Heiðarskóla og bárust alls 65 smásögur í keppnina. Ljóst er að sköpunargleði nemenda er mikil því sögurnar voru afar fjölbreyttar og skemmtilegar aflestrar.
Ákveðið var að skipta keppninni í þrjú stig og veita verðlaun á hverju stigi fyrir sig. Sigurvegarar keppninnar eru eftirfarandi:
- Yngsta stig: Krummi Snær, 3. bekk
- Miðstig: Ólöf Erla, 7. bekk
- Unglingastig: Sigurvegarinn kaus að láta nafn síns ekki getið
Krummi Snær og Ólöf Erla lásu sjálf sögur sínar og var upplesturinn tekinn upp og var svo sýndur á litlu jólum nemenda í dag.
Dómarar í keppninni voru Agnes og María Óla, sem fá bestu þakkir fyrir sitt framlag.
Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju og þökkum öllum nemendum sem tóku þátt fyrir frábærar sögur og jólalega stemningu. 🎄✍️
/media/2/jolasaga---krummi-snaer.pdf





