18. desember 2020

Jólakveðja og ársbyrjun

Dagskrá aðventunnar í Heiðarskóla hefur verið með eins hefðbundnu sniði og aðstæður hafa leyft en útfærslan í flestum tilvikum ólík því sem við eigum að venjast. Jólahátíðin í dag var um margt óvenjuleg en bekkirnir voru allan tímann í kennslustofum sínum og nutu þar dagskrár jólahátíðar sem m.a. var í rafrænum búningi. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðum við komið saman í íþróttasalnum og dansað og sungið í kringum jólatréð og haldið að því loknu inn í kennslustofur.

Listinn yfir það sem hefur ekki verið venju samkvæmt í skólastarfinu á árinu 2020 er orðinn ansi langur. Við viljum nota tækifærið og hrósa nemendum okkar fyrir hve vel þeir hafa staðið sig á þessum fordæmalausu tímum. Þeir hafa aðlagast fljótt breyttu skipulagi, lagað sig að nýjum venjum og sýnt bæði skilning og góðan samstarfsvilja. Það forráðamenn einnig gert og teljum við, sem í Heiðarskóla störfum, okkur einstaklega lánsöm að tilheyra svona öflugu og góðu skólasamfélagi.

,,Við erum í þessu saman" er einn frasinn sem okkur er orðinn tamur og á hann sannarlega enn við. Vonandi mun okkur öllum takast að fara varlega um jólin og huga vel að sóttvörnum svo við getum átt von á að færa skólastarfið okkar og lífið allt í eðlilegra horf með hækkandi sól.

Mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur og því frí í skólanum og frístundaheimilið lokað. Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 5. janúar.

Núverandi reglur um sóttvarnir gilda til 31. desember og hafa að mestu áhrif á skólastarf nemenda í 8. - 10. bekk. Sóttvarnarreglur sem gilda eiga frá ársbyrjun liggja ekki fyrir en upplýsingar verða sendar foreldrum þegar málin skýrast, í síðasta lagi 4. janúar.

Nú er komið að jólafríi. Við óskum þess að þið eigið gleðileg jól og þökkum fyrir stundirnar á árinu sem er að líða.

The Christmas holiday will be from December 21st to January 4th. The school will start again on January 5th. We do not know exactly how the restrictions for grades 8 - 10 will affect our schedules, but we will send you information on January 4th.

Hlýjar kveðjur,
starfsfólk Heiðarskóla

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan