Jólahátíð miðvikudaginn 20. desember
Miðvikudaginn 20. desember verður hin árlega jólaskemmtun í skólanum. Eins og undanfarin tvö ár verða allir nemendur saman í íþróttahúsinu. Þar munu nemendur í 7. bekk leika jólaguðspjallið, nemendur flytja söng- og tónlistaratriði og svo verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð við undirleik Guðmundar Hermannssonar. Að því loknu fer hver bekkur til sinnar heimastofu og heldur stofujól með umsjónarkennara sínum. Þar verður þeim boðið upp á gómsæta m&m smáköku en nemendur koma sjálfir með drykk að eigin vali. Nemendur eiga að mæta kl. 8.45 í heimastofur og áætlað er að skemmtuninni ljúki um kl. 10.30.
Jólafrí nemenda hefst að lokinni jólahátíð. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar 2018.