Jólahátíð Heiðarskóla
Föstudaginn 18. desember verður hin árlega jólaskemmtun í skólanum en hún verður þó ekki með hefðbundnu sniði. Hefð er fyrir því að nemendur og starfsfólk skólans komi saman í íþróttasal þar sem fram fer jóladagskrá sem endar með því að dansað er í kringum jólatréð. Nú verða bekkir með sínum umsjónarkennara í skólastofum og mun öll dagskráin fara þar fram. Við munum nýta tæknina til þess að miðla upptöku af helgileiknum sem nemendur í 7. bekk leika ásamt öðru og gera okkar besta til þess að eiga notalegar stundir saman.
Nemendur mega koma með smákökur eða annað sætabrauð og drykk að eigin vali. Gos er leyfilegt en þó ekki orkudrykkir. Nemendur eru hvattir til að mæta snyrtilega klæddir á eftirtöldum tímum:
1. - 7. bekkur kl. 9.30 - 10.30
8. - 10. bekkur:
Hópur 1 kl. 9.00 - 10.00
Hópur 2 kl. 10.15 - 11.15
Þennan dag er frístundaheimilið lokað.
Jólafrí nemenda hefst að lokinni jólahátíð. Mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur og því frí í skólanum og frístundaheimilið lokað. Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 5. janúar.
Núverandi reglur um sóttvarnir gilda til 31. desember og hafa að mestu áhrif á skólastarf nemenda í 8. - 10. bekk. Sóttvarnarreglur sem gilda eiga frá ársbyrjun liggja ekki fyrir en upplýsingar verða sendar foreldrum þegar málin skýrast.