Jólahátið
Jólahátíð Heiðarskóla fer fram föstudaginn 19. desember. Nemendur mæta í heimastofur klukkan 9:15 og hefst hátíðin formlega klukkan 9:30 í íþróttasal skólans.
Dagskrá í íþróttasal:
- Helgileikur
- Söngatriði frá nemendum í 3. bekk
- Söngatriði frá nemanda á unglingastigi
- Dansað í kringum jólatréð
Að lokinni dagskrá í salnum verður farið í heimastofur þar sem nemendur og kennarar eiga saman notalega stund í jólalegri stemningu.
Nemendum er velkomið að koma með smákökur og gos en orkudrykkir eru ekki leyfðir.
Jólafrí nemenda hefst mánudaginn 22. desember og mæta nemendur aftur í skólann 6. janúar samkvæmt stundatöflu.
Við hlökkum til notalegrar og hátíðlegrar stundar með nemendum 🎄





