21. nóvember 2013

Jólaföndur Heiðarskóla

Jólaföndur Heiðarskóla

 

 

Fimmtudaginn 28. nóvember milli 17:00 og 19:00 verður jólaföndur Foreldrafélags Heiðarskóla. Jólaföndrið í ár verður með svipuðum hætti og í fyrra. Foreldrafélagið mun bjóða upp á trédót til sölu en málning og annað verður á staðnum. Einnig munum við hafa laufabrauð til sölu sem hægt verður að láta steikja í heimilisfræðistofunni. Þeir sem eiga pensla, skæri eða hnífa til að skera út eru beðnir um að hafa það með sér. Takið endilega daginn frá til að eiga notalega stund.

Nemendur í 10. bekk munu sjá um veitingasölu.

 

Foreldrafélag Heiðarskóla

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan