Jólaföndur Foreldrafélags Heiðarskóla 28. nóvember
Fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 17 - 19 verður hið árlega jólaföndur Foreldrafélags Heiðarskóla á sal skólans.
Málningarpenslar verða á staðnum en, fólk hvatt til að koma með litla málningarpensla meðferðis að heiman.
Krakkar úr 10. bekk verða með sjoppu og foreldrafélagið verður með sölu á pizzum.
Hvetjum foreldra / forráðamenn barna til að mæta og eiga notalega stund saman í góðum félagsskap.
Athugið að það er ekki posi á staðnum. Einungis tekið við peningum.
Foreldrafélag Heiðarskóla