24. nóvember 2014

Jólaföndur FFHS fimmtudaginn 27. nóvember

Hið árlega jólaföndur foreldrafélags Heiðarskóla verður haldið fimmtudaginn 27. nóvember frá kl. 17:00-19:00 á sal skólans.  Boðið verður upp á trédót og laufabrauð líkt og undanfarin ár.  Á staðnum verður málning og eitthvað af penslum, en endilega takið með ykkur pensla, skæri, áhald til að skera út laufabrauðið og skurðarbretti svo allt gangi vel fyrir sig.  Foreldrafélagið á eitthvað af penslum og járni til að skera út laufabrauðið.  Foreldrafélagið óskar eftir aðstoð foreldra við jólaföndrið þannig að allt gangi hratt og vel fyrir sig.  10. bekkur verður með sjoppu á staðnum.  Foreldrafélagið hvetur börn og foreldra, afa og ömmur til að mæta og eiga góða og notalega stund saman.  Sjáumst á jólaföndrinu!

Stjórn Foreldrafélags Heiðarskóla.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan