21. nóvember 2016

Jólaföndur FFHS

Fimmtudaginn 24. nóvember verður hið árlega jólaföndur Foreldrafélags Heiðarskóla frá kl. 17.00 til 19.00 á sal skólans. Boðið verður upp á ýmis konar trédót til málunar og laufabrauð. Á staðnum verður málning fyrir trédótið og eitthvað af penslum, en endilega takið með ykkur pensla svo allt gangi vel fyrir sig. Einnig verður boðið upp á laufabrauð sem verður selt á staðnum sem hver og einn sker út og fer svo með til steikingar í heimilisfræðistofunni. Nauðsynlegt er að koma með áhöld til að skera út laufabrauðið.
Sjoppa á staðnum og munu krakkar úr 10. bekk vera með pizzur og drykki til sölu.
Hvetjum foreldra / forráðamenn barna til að mæta og eiga notalega stund saman í góðum félagskap.
Athugið að það er ekki posi á staðnum.  Einungis er tekið við peningum.

Foreldrafélag Heiðarskóla

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan