6. júní 2017

Jökull Ingi er skákmeistari Heiðarskóla 2017

Skákmót Heiðarskóla var haldið dagana 26. og 29. maí. Nemendur í 3. - 10. bekk gátu tekið þátt og voru um 50 skráðir til leiks. Fyrirkomulag skákmótsins var útsláttarkeppni þannig að þeir sem sigruðu skákina sína héldu áfram. Þeir Jökull Ingi í 7. LA og Logi Þór í 7. ÞG tefldu úrslitaskákina. Jökull Ingi hafði betur og er því nýr skákmeistari Heiðarskóla. Í öðru sæti var Logi Þór í 7. ÞG og í því þriðja var Andrés Kristinn í 5. SJ.

 

Jökull Ingi fékk bikarinn góða afhentan á skólaslitum.  

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan