29. janúar 2014

Íris, Elfa, Birta og Lovísa mæla með...

Dagbók: í hreinskilni sagt er skrifuð af Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur og kom út árið 1990. Bókin er um Kötu sem hefur gengið í gegnum margt meðal annars að þekkja ekki blóðföður sinn. Hún fréttir svo að pabbi hennar hefur verið að reyna að hafa samband við hana, út frá því kynnist hún pabba sínum sem býr á Spáni og þau verða mjög náin. Kata fer á þjóðhátíð í Eyjum og hittir strák sem hún verður mjög hrifin af. Hann er spænskur, heitir Nikolaj og á heima mjög nálægt pabba Kötu sem er mjög hentugt fyrir hana. Þetta er ein af uppáhalds bókunum okkar allra , hún er bæði skemmtileg og spennandi. Það eru líka tvær aðrar bækur sem eru í framhaldi af þessari bók og eru líka mjög góðar.

Birta, Íris, Elfa og Lovísa 10.ÍÁ

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan