14. janúar 2014

Ingibjörg leiddi nemendur í garð hugans

Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, grunnskólakennari, rithöfundur og heilari, heimsótti í dag nemendur í 5.HT, 5.EN og 6.EA og kynnti þá fyrir hugleiðslu. Fyrir jól gaf hún frá sér bókina Garður hugans og með henni leiddi hún nemendur inn í þeirra hugargarð. Nemendur létu vel af þessari tilraun til hugleiðslu og töluðu mikið um hversu notalegt það hefði verið að slaka á á þennan hátt. Á myndinni má sjá Ingibjörgu ásamt nemendum úr 5.EN.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan