4. desember 2025

Hurðajólaskreytingarkeppni á unglingastigi

Hurðajólaskreytingarkeppni á unglingastigi

Gífurleg stemning og skapandi gleði einkenndu hurðajólaskreytingarkeppnina á unglingastigi í Heiðarskóla í ár. Nemendur sýndu mikinn metnað og fjölbreytta nálgun í skreytingum sínum, og var góð og glitrandi jólastemning meðal nemenda.

Hurðirnar voru skreyttar með fjölbreyttu efni, skemmtilegum hugmyndum og vandaðri útfærslu — allt frá glitrandi vetrarþemum til gamansamra og frumlegra jólasagna sem lifnuðu við á hurðunum.

Dæmt var eftir fimm flokkum:

  • Virkni – hvernig nemendur tóku þátt og unnu saman,
  • Frumleika – nýjar og skapandi hugmyndir,
  • Efnisnýtingu – hvernig efni var notað á snjallan og umhverfisvænan hátt,
  • Hamingju og gleði – heildar stemmingu skreytingarinnar,
  • Heildarútkomu – fagurfræði, heildarsýn og áhrif.

Dómarar áttu erfitt verk fyrir höndum, enda var hver hurð sérlega glæsileg og sýndi vel hvað hugmyndaauðgi nemenda er mikil. Allir hópar sýndu prýðilega samvinnu og mikinn vilja til að leggja sig fram.

Að lokum voru úrslit kynnt við mikinn fögnuð, en aðalmálið var þó gleðin og samvinnan.

10. ÞE var í fyrsta sæti – Polar Express

9. EP var í öðru sæti - Aðventudagatal

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus