11. febrúar 2022

Hugvitsdagur og stofupartý

Það var nóg um að vera hjá nemendum í Heiðarskóla í vikunni.

Á miðvikudaginn var Hugvitsdagur og unnu nemendur að ýmsum verkefnum bæði í samvinnu og sem einstaklingar. Það var virkilega gaman að fylgjast með öllum takast á við hinar ýmsu þrautir. Á fimmtudaginn var stofupartý, en foreldrafélög grunnskólanna buðu í partý þar sem bræðurnir Jón Jónsson og Frikki Dór spiluðu nokkur lög sem streymt var frá Hljómahöll. Mikil stemming var í partýinu hjá nemendum og skemmtu allir sér mjög vel, bæði nemendur og starfsfólk.

Í myndasafni má sjá skemmtilegar myndir af þessum dögum.

2021 - 2022 - Heiðarskóli (heidarskoli.is)

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan