16. febrúar 2021

Hugvitsdagur í Heiðarskóla

Hugvitsdagur

Þriðjudaginn 9. febrúar var hugvitsdagur Heiðarskóla en þá voru nemendur skólans í hinum ýmsu verkefnum sem reyndu á sköpun, hugmyndaflug, samvinnu og fleira. Verkefni voru svo unnin áfram út þessa viku.

  1. bekkur skemmti sér konunglega í „minute to win it“ leikjum og fóru einnig í stærðfræðiratleik um skólann.
  2. bekkur fór í stærðfræðiratleik, gerðu upphafs-stafinn sinn með þrívíddarpenna og fóru svo í stærðfræði- og forritunar hringekju
  3. bekkur fór í Among us stærðfræðileik í tengslum við margföldun. Virkilega skemmtilegur leikur og áhuga hvetjandi.
  4. bekkur fór í deilingarspil, margföldum með QR kóða, byggðu úr kapla kubbum og bjuggu til glæsilega hluti úr formum. Síðan var tekinn leikur í slönguspilinu.
  5. bekkur gerði könnun á því hvað það tæki langan tíma að renna niður rennibraut. Þau settu fyrst fram tilgátu og framkvæmdu svo könnun. Þau gerði einnig tilraun með að brenna kerti í vatni og fannst það virkilega spennandi og gaman.
  6. bekkur bjó til braut úr pappa þar sem þau létu kúlu renna langa leið eftir brautinni. Þau voru virkilega áhugasöm og reyndi verkefnið sköpun, hugvit og eðlisfræði.

Elsta stigið voru í Minecraft. Hver árgangur bjó til sitt samfélag og áttu þau að byggja það upp með það í huga hvað þau vildu hafa í sínu samfélagi. 9. og 10. bekkur fór einnig í Fable arm, þar sem þau eru að forrita vélmenni.

Nemendur skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndum í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan