23. febrúar 2023

Hugvitsdagur 2023

Einkunnarorð Heiðarskóla eru: Hugvit, heilbrigði og háttvísi. Sérstakir einkunnarorðadagar eru skipulagðir árlega og tilgreindir í skóladagatali.

Þann 7. febrúar var Hugvitsdagur Heiðarskóla þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum og þrautum bæði í samvinnu og sem einstaklingar. Það var virkilega gaman að fylgjast með öllum takast á við hinar ýmsu þrautir.

  1. bekkur var með hringekju þar sem farið var í osmo, evolytes, púslað og unnið með alls kyns orðaþrautir eins og orðarugl, stafarugl, orðasúpur og þess háttar.
  2. bekkur var með stöðvavinnu þar sem nemendur bjuggu t.d. til lyftu sem fór frá a til b á línu, voru með kapplakubba, gerðu skutlu stöð sem var með stigum, og flösku flipp (flöskur með mismunandi efni inn í t.d. hveiti, kubbar, vatn og fleira.
  3. bekkur var með skutlustöð, leikjastöð og ýmsar þrautir í samvinnuleikjum.
  4. bekkur bjó til lyftu úr verðlausu efni, svo voru þau með kynningu á verkefninu sínu.

    Miðstigið, 5. – 7. bekkur unnu að nýsköpun þar sem við fórum m.a. í leiki sem reyndu á eftirtekt og skoðuðum glærur og myndbönd tengt þessu efni. Í lokin byrjuðu svo allir á hugmyndavinnu fyrir nýsköpunarkeppnina.

   Unglingastigið, 8. – 10. bekkur, voru með þrautastöðvar. Hver hópur útbjó Valslöngu – Catapult úr þeim ákveðnum efnivið sem þau fengu. Þau áttu svo að nota slönguna í þrjú verkefni. Keppni var á milli hópa.

    Á Meistaravöllum var farið í Lego Zipline, Skutlugerð og tilraun með mjólk-sápu&matarliti.

   Með fram þessu fór yngsta stigið að leysa þrautir í íþróttahúsinu, miðstigið fór í myndmenntastofuna að sjá hvernig hægt er að vinna með hugvita og hugann og elsta stigið fór í heimilisfræði og gerðu verkefni sem fólst í samvinnu og hugarlausnum.

Frábær dagur þar sem allir nemendur skemmtu sér vel og lærðu ýmisleg nýtt.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan