4. maí 2017

Hreystikeppni miðstigs

Í dag, fimmtudaginn 4. maí, öttu nemendur í 5. - 7. bekk kappi í skólahreystiþrautum Heiðarskóla. Líf og fjör var í íþróttasalnum og var mikill kraftur í þátttakendum. Skólamet voru slegin og hvaðeina! Vaskar stúlkur og tápmiklir drengir spreyttu sig á þrautunum. Katrín Hólm í 5. KJ gerði sér lítið fyrir og sló armbeygjumetið með heilum 100 armbeygjum. Emma í 6. EN hékk í 7,39 mínútur en sló sjálf metið í hreystigreip í fyrra þegar hún hékk í 8,28 mínútur. Ekki amalegur árangur bæði í fyrra og í ár. Heiðar Geir í 5. KJ var svo sannarlega með krafta í kögglum en hann sló metið í bæði upphífingum og dýfum með 31 upphífingu og 29 dýfur. Bekkjarsystkinin Axel Ingi og Klara Lind geystust hraðast í gegnum hreystibrautina. Axel Ingi fór hringinn á 53,6 sekúndum Klara Lind á 59,6 sekúndum. Í ár var keppnin sett upp sem bekkjarkeppni og bar 7. ÞG sigur úr býtum með 29,5 stig, með aðeins hálft stig meira en 5. KJ sem vermdi 2. sætið. Í 3. sæti var svo 6. EN með 24 stig.

Allir keppendur stóðu sig prýðisvel og þökkum við þeim fyrir þátttökuna. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan