Hreystikeppni Heiðarskóla
Skólahreystikeppni Heiðarskóla fór fram í íþróttasal skólans fimmtudaginn 12. desember. Nemendur sem eru í Skólahreystivali í 8. - 10. bekk tóku þátt en aðeins nemendur í 9. og 10. bekk kepptu um það að komast í Skólahreystilið skólans. Stóðu keppendur sig ákaflega vel í öllum hreystiþrautunum. Í hraðaþraut drengja var spennan í hámarki en þeir félagar Axel Ingi, Stefán Jón og Aron Örn allir á sama tíma, 1.01 sek. Í hraðaþraut stúlkna fór Klara Lind hraðast af öllum á tímanum 1.01. Í armbeygjum og ,,hangi" gekk Emmu best með 49 armbeygjur og hékk í 5 mínútur og 52 sekúndur. Logi sigraði upphýfingar og dýfur en hann náði 45 upphýfingum og 29 dýfum. Þessir krakkar munu því skipa Skólahreystilið Heiðarskóla í vor ásamt varamönnum.
Við þökkum dómurunum fyrir aðstoðina en þeir voru úr röðum fyrrum Skólahreystikeppenda. Einnig óskum við öllum keppendum okkar til hamingju með árangurinn.
Myndir má finna í myndasafninu.