6. desember 2016

Hreystikeppni Heiðarskóla

Skólahreystikeppni Heiðarskóla fór fram í íþróttasal skólans í dag 6. desember. Eins og endranær var spennustig keppenda hátt og stuðningur nemenda í 5.-10. bekk góður. Hópur nemenda úr 8., 9. og 10. bekk spreytti sig á hreystiþrautunum og stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Fjórir nemendur báru sigur úr býtum. Ástrós Elísa Eyþórsdóttir í 9. ÞE sigraði í armbeygjum og hreystigreip. Hún gerði 37 armbeygjur og hékk í 3,03 mínútur.  Jóna Kristín Einarsdóttir í 9. ÞE gerði þó flestar armbeygjur eða 49 en taka þarf þátt í báðum greinum til að eiga möguleika á sigri. Ísak Einar Ágústsson í 10. ÍS sigraði keppnina í upphífingum og dýfum en hann gerði 31 upphífingu og 29 dýfur. Aron Ingi Guðmundsson í 8. KÞ gerði þó fleiri upphífingar eða 34 og Bartosz Wiktorowicz í 8. DG gerði fleiri dýfur eða 40 en keppa þarf í báðum greinum til þess að eiga möguleika á sigri eins og hjá stúlkunum. Nemendur í 8. bekk létu sannarlega til sín taka í þetta skiptið en í hraðaþraut drengja var það Eyþór Jónsson sem fór á besta tímanum í gegnum hraðaþrautina á 1,08 mínútum. Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir í 9. ÞE var sigurvegari í hraðaþraut stúlkna en hún fór í gegnum hraðaþrautina á 55,7 sekúndum. Að venju voru gamlar Skólahreystikempur fengnar til að sinna dómgæslu en í ár mættu þau Arnór Breki Atlason, Andri Már Ingvarsson, Irena Sól Jónsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Kamilla Sól Viktorsdóttir. Við þökkum þeim fyrir aðstoðina og óskum öllum keppendum okkar til hamingju með árangurinn! Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan