Horft á myndina #Fáðu_Já
Í gær, fimmtudag, horfðu 9. og 10. bekkir á myndina #Fáðu_Já, 20 mínútna stuttmynd sem á að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum, eins og segir á heimasíðunni http://faduja.is/ Í dag fóru svo fram umræður í 10. bekkjum um efni myndarinnar og gengu þær mjög vel. Foreldrar eru hvattir til þess að kynna sér málið og hægt er að horfa á myndina á fyrrgreindri heimasíðu.