4. október 2020

Hertar sóttvarnaraðgerðir og skólastarf

Frá og með mánudeginum 5. október gilda hertar sóttvarnarreglur. Þær munu ekki hafa áhrif á nemendur Heiðarskóla og þeirra skólasókn. Um starfsfólkið gildir 30 manna fjöldatakmörkun og hefur hún áhrif á umgang í sameiginlegum rýmum, s.s. kaffistofu og sal, samskipti í faglegum störfum utan kennslu og samskipti við utanaðkomandi aðila.

Enn og aftur er minnt á mikilvægi þess að foreldrar/forráðamenn og aðrir gestir virði takmarkað aðgengi að skólanum. Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í Ruth skrifstofustjóra ef koma þarf skilaboðum eða hlutum til nemenda og hittið þau eða starfsfólk okkar við inngangana ef þess þarf. Koma foreldra/forráðamanna og annarra gesta í skólann á boðaða fundi er heimil en þá er ávallt ítrustu sóttvarna gætt.

Sama gildir og áður um að nemendur haldi sig heima ef þeir hafa flensueinkenni og mjög brýnt er að skólanum sé tilkynnt um smit eða sóttkví á heimilum.

Við erum í þessu saman og þurfum öll að leggja okkur fram við að virða þær reglur sem okkur eru settar og huga sérstaklega vel að persónulegum sóttvörnum.

English:
From Monday October 5 harder restrictions due to the Covid 19 pandemic apply. They do not affect students and their school attendance.

The rule of a maximum of 30 people in the same space will apply for staff and the access of grown ups, other than staff members, will continue to be highly restricted. We therefore remind you, once again, to respect the restrictions. If you need to deliver a message or things to your child you should call Ruth, the school´s office manager. Either your child or a staff member will meet you at one of the entrances if needed.

Same applies as before that children with flue symptoms should stay at home and in addition it is very important to inform the school if a student or a family member gets a positive Covid-19 diagnosis or if they get quarantined.

We are all in this together and so we all need do our best to respect the rules given and be very careful with personal infection control.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan