21. febrúar 2018

Helgi Thor og Júlía Rún í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær, þriðjudaginn 20. febrúar, voru þau Helgi Thor Jóhannesson og Júlía Rún Árnadóttir valin úr hópi 12 nemenda í 7. bekk til að vera fulltrúar Heiðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hljómahöllinni 28. febrúar nk. Aldís Nanna Kristjánsdóttir var jafnframt valin varamaður. Aðrir keppendur voru þau Agnes Fjóla Georgsdóttir, Arnþór Ingi Arnarsson, Brynja Hólm Gísladóttir, Helga Guðrún Jónsdóttir, Jana Falsdóttir, Kolbrún Saga Þórmundsdóttir, Lilja Þorsteinsdóttir, Elfa Karen Magnúsdóttir og Karen Dögg Svavarsdóttir. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og reyndist dómnefndinni það verkefni að velja aðeins tvo fulltrúa afar erfitt. Dómnefndina skipuðu þau Gunnar Þór Jónsson fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla, Sóley Halla Þórhallsdóttir fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla og Vigdís Karlsdóttir kennslufulltrúi  fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og fyrrverandi sérkennari í Heiðarskóla. Allir nemendur í 7. bekk hafa fengið góða þjálfun í upplestri á undanförnum vikum og mun sú reynsla vafalaust nýtast þeim vel. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan