5. október 2022

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ.

Heiðarskóli tekur að sjálfsögðu þátt og verður margt á döfinni í þessa viku.

Skólinn þjófstartaði vikunni með Ólympíuhlaupinu sem fór fram föstudaginn 30. september. Langflestir nemendur tóku þátt og hlupu a.m.k. 2,5 km eða hringinn í kringum skólasvæðið. Það voru íþróttakennarar skólans sem sáu um og skipulögðu hlaupið. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Með þessu markmiði fóru nemendur inn í heilsu- og forvarnarvikuna.

Þessa viku erum við með samverustundir úti, umferðarfræðsla í öllum bekkjum og einnig er ávaxtadagur þar sem allir nemendur koma með sinn uppáhalds ávöxt. Nettó gaf skólanum ávexti sem voru í boði í frímínútum einn daginn. Þökkum við Nettó kærlega fyrir.

Fulltrúi frá Landsbjörg kom og afhenti skólanum endurskinsmerki fyrir alla nemendur og eruð við þeim mjög þakklát.

7.– 10. bekkur fékk fræðslu um Hinseginleikin, þar sem fjallað var um að aftabúvæða alls konar málefni sem tengjast hinsegin fólki. Svo fékk 5. og 6. bekkur fræðslu um fjölmenningu í okkar samfélagi.

Skemmtileg vika í gangi og við minnum á að það er einnig margt í gangi í samfélaginu varðandi heilsu og forvarnarvikuna sem við hvetjum ykkur til að skoða.

  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan