Heiðarskóli sigurvegari í undankeppni Skólahreysti
Undankeppni í Skólahreysti var haldin þann 7. maí og var það sannarlega spennandi keppni. Lið skólans sem samanstendur af Ara Einarssyni, Ara Frey Magnússyni, Kolbrúnu Evu Hólmarsdóttur og Sigurlaugu Evu Jónasdóttur stóðu sig með mikilli prýði og náðu frábærum árangri í keppninni.
Liðið fékk 63 stig í keppninni og tryggði sér þar með fyrsta sætið í undankeppninni. Flottur árangur sem færir þeim góðan grunn fyrir úrslitakeppnina sem fer fram þann 24. maí í Laugardalshöllinni.
Tæplega 60 nemendur úr skólanum voru áhorfendur og voru þau til fyrirmyndar.
Við óskum liðinu okkar innilega til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim í úrslitakeppninni í Laugardalshöllinni!