28. maí 2021

Heiðarskóli keppir til úrslita í Skólahreysti

Heiðarskóli keppir í úrslitum í Skólahreysti á morgun, laugardaginn 29. maí. Bein útsending er frá keppninni á RÚV og hefst hún kl. 19:45.

12 skólar munu etja kappi, en auk Heiðarskóla eru það Dalvíkurskóli, Holtaskóli, Lindaskóli, Flóaskóli, Laugalækjarskóli, Varmahlíðarskóli, Gr. Bolungarvíkur, Áslandsskóli, Gr. Hellu, Akurskóli og Gr. Austan Vatna.

Lið Heiðarskóla er skipað þeim Emmu Jónsdóttur (armbeygjur og hreystigreip), Heiðari Geir Hallssyni (upphífingar og dýfur), Jönu Falsdóttur (hraðaþraut) og Kristóferi Mána Önundarsyni (hraðaþraut)

Varamenn eru Katrín Hólm Gísladóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson. 

Við sendum þeim okkar bestu orkustrauma á morgun, ÁFRAM HEIÐARSKÓLI!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan