27. mars 2015

Heiðarskóli í Skólahreystiúrslit!

Nú er ljóst að lið Heiðarskóla mun taka þátt í úrslitum í Skólahreysti 22. apríl! Þau Arnór Breki Atlason, Katla Rún Garðarsdóttir, Elma Rósný Arnarsdóttir og Arnór Sveinsson lentu í 2. sæti í hinum öfluga 9. riðli. Tvö lið sem ná bestum árangri þeirra liða sem lenda í öðru sæti komast í úrslit. Lið Heiðarskóla náði besta árangri liðanna í 2. sæti og geta því farið að undirbúa sig af krafti fyrir úrslitin í Laugardalshöll. Áfram Heiðarskóli!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan