28. mars 2014

Heiðarskóli í 1. sæti í 6. riðli!

Lið Heiðarskóla keppti í 6. riðli í undanúrslitum Skólahreysti þann 27. mars. Þau Andri Már Ingvarsson, Arnór Elí Guðjónsson, Katla Rún Garðarsdóttir og Elma Rósný Arnarsdóttir skipuðu liðið og gerðu sér lítið fyrir sigruðu riðilinn með 91 stigi. Fjölmargir nemendur á unglingastigi hvöttu sitt fólk til dáða og voru að vonum stoltir að keppni lokinni. Helena Jónsdóttir er þjálfari liðsins og hefur þegar hafið undirbúning fyrir lokakeppnina sem haldin verður 16. maí í Laugardalshöllinni.

Við óskum Helenu og Skólahreystiliðinu okkar til hamingju með árangurinn!

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan