26. febrúar 2013

Heiðarskóli fær viðurkenningu sem fjölskylduvæn stofnun

Laugardaginn 13. febrúar var haldinn hátíðlegur Dagur um málefni fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Af því tilefni varð boðið til samkomu á Nesvöllum, sem bæjarstjórinn setti. Jóhann Geirdal skólastjóri flutti erindi um velgengni skólanna í Reykjanesbæ og Azra Crnac nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla flutti mjög skemmtilegt erindi um mikilvægi þess að eiga góða fjölskyldu, ekki síst á mótunarárunum. Þá sýndu þau Brynja Ýr Júlíusdóttir, Hafdís Fanney Guðlaugsdóttir og Markús Már Magnússson atriði úr söngleik, sem sýndur verður á árshátíð Heiðarskóla nú í mars.

Við þetta tækifæri fékk Heiðarskóli viðurkenningu frá bænum, sem fjölskylduvæn stofnun. Fékk skólinn að gjöf fallega mynd gerða af listakonunni Döllu, sem og viðurkenningarskjal. Fleiri myndir frá athöfninni má sjá í myndasafni.

 

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan