31. maí 2021

Heiðarskóli er sigurvegari í Skólahreysti

Lið Heiðarskóla er sigurvegari í Skólahreysti 2021.  Úrslitakeppnin fór fram í Mýrinni s.l. laugardag 29. maí og var æsispennandi allt til enda, aðeins hálft stig skildi á milli efstu tveggja skólanna. 

Glæsilegur árangur okkar keppenda sem við eru afar stolt af og þau vel að sigrinum komin. Við óskum þeim enn og aftur til hamingju með glæsilegan árangur. 

Lið Heiðarskóla var skipað þeim Heiðari Geir Hallssyni (upphýfingar og dýfur), Emmu Jónsdóttur (hreystigreip og armbeygjur) Kristófer Mána Önundarsyni og Jönu Falsdóttur (hraðaþraut). Varamenn voru Katrín Hólm Gísladóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson. 

Í úrslitakeppninni voru þrír skólar af 12 úr Reykjanesbæ. Auk Heiðarskóla voru það Holtaskóli og Akurskóli. Frábær árangur hjá grunnskólunum okkar og framtíðin björt. 

Myndir af keppninni má finna hér. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan