27. apríl 2015

Heiðarskólakrakkar stóðu sig vel á Grunnskólamóti SSÍ í sundi

Þriðjudaginn 21. apríl fór fram Grunnskólamót SSÍ í boðsundi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Heiðarskóli tefldi fram liðum í báðum aldursflokkum. Keppt var í 8 x 25 m skriðsundi.

Í flokki nemenda á aldrinum 11-13 ára kepptu Ásta Kamilla Sigurðardóttir, Ástrós Elísa Eyþórsdóttir, Guðný Birna Falsdóttir, Jóna Kristín Einarsdóttir, Benedikt Már Helgason, Aron Ingi Guðmundsson, Kristófer Þór Schminky og Andri Sævar Arnarsson. Í þessum aldursflokki tóku 23 lið þátt. Í fyrstu atrennu synti okkar fólk inn í 12 liða úrslit, luku þá keppni og enduðu í 7. sæti.

Í flokki nemenda á aldrinum 14-16 ára kepptu Heiðrún Birta Sveinsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Jóna Halla Egilsdóttir, Birna Valgerður Benonýsdóttir, Ingi Þór Ólafsson, Eiríkur Beck, Arnór Sveinsson og Jakub Cezary Jaks. 19 lið tóku þátt og komst okkar fólk einnig í 12 liða úrslit og endaði í 7. sæti.

Sundgarparnir okkar stóðu sig vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Við kunnum þeim og sundkennurum þeirra, Ellu, Jonna og Helenu okkar bestu þakkir fyrir að hafa tekið þátt í mótinu fyrir hönd skólans.     

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan