28. október 2015

Heiðarskólahlaupið

Þann 1. og 2. október fór fram víðavangshlaup Heiðarskóla á opna svæðinu á milli Heiðarbóls og Valla. Nemendur á öllum aldursstigum tóku þátt og gátu valið um að hlaupa 1,1; 2,2; eða 3,3 km. Veittar voru viðurkenningar fyrir 1., 2. og 3. sætið í 3.-4. bekk en nemendur í 1. og 2. bekk fengu bekkjarviðurkenningar. Nemendur á unglingastigi höfðu einnig möguleika á að hreppa titilinn „Ofurhlaupari Heiðarskóla" en í ár var það Cezary Wictorowicz, nemandi í 10. LA, sem fékk þá nafnbót og bikarinn góða. Myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan