Heiðarskellur
Heiðarskellur
Skólablað Heiðarskóla, Heiðarskellur, er komið út. Blaðið er unnið af nemendum á unglingastigi sem tóku þátt í skólablaðsvali núna á haustmánuðum. Átta nemendur tóku þátt í valinu en umsjón með því hafði Brynja Ýr, kennari við Heiðarskóla.
Fyrstu tímarnir fóru í hugmyndavinnu þar sem allir komu sínum hugmyndum á framfæri og svo var kosið um bestu hugmyndirnar. Öll vinna blaðsins var í höndum nemenda en kennari sá um hönnun blaðsins í samráði við nemendur. Valtímabilið stóð yfir í átta vikur og því ekki langur tími sem fór í að vinna blaðið en mikil ánægja er með afrakstur þess.
Njótið lestursins.





