Heiðarleikar og vorgrill FFHS
Fimmtudaginn 2. júní verða hinir árlegu Heiðarleikar haldnir. Bekkirnir keppa þar í hinum ýmsu þrautum og sigurvegarar hvers aldursstigs fá viðurkenningar. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 8.10 og þar sem þetta er skertur nemendadagur lýkur skóla kl. 11.10. Frístundaskólinn er opinn þennan dag.
Að loknum Heiðarleikum stendur Foreldrafélag Heiðarskóla fyrir vorgrilli á skólalóðinni. Þar verður öllum gestum boðið að fá sér grillaða pylsu. Foreldrafélagið mun bjóða upp á meðlæti á pylsurnar en gestir koma með eigin drykki. Foreldrar eru beðnir um að hitta börnin sín í heimastofu.
Stjórn foreldrafélagsins hvetur alla til að mæta og eiga góða stund saman. Foreldrar, forráðamenn, afar, ömmur og systkini nemenda eru hjartanlega velkomin. Athygli er vakin á því að börn eru á ábyrgð foreldra eftir að Heiðarleikum lýkur.