3. júní 2020

Heiðarleikar

Í dag voru hinir árlegu Heiðarleikar sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu.  Nemendur kepptu í hinum ýmsu greinum t.d. möndluhráka, bókagöngu, pokahlaupi og ýmsu fleira.  Stemmningin var engri lík og ómaði söngur og gleði um hverfið.  Árgangirnir voru búnir að koma sér saman um þema og voru sumir í ansi skrautlegum búningum.  Skemmtilegt að upplifa samheldni á sama tíma og keppnisskapið lét á sér kræla.  Eftir harða keppni kom í ljós að 4. bekkur vann keppnina á yngsta stigi, 6. bekkur á miðstigi og 9. bekkur á unglingastigi.  

Að keppni lokinni bauð foreldrafélag Heiðarskóla upp á grillaðar pylsur og svala sem nemendur þáðu með þökkum og hurfu ansi margir pylsupakkar ofan í mannskapinn.

Í myndasafni má sjá myndir frá stórskemmtilegum degi.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan